Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 09:12
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi
Icelandair
Úr leik Ungverjalands og Íslands á EM 2016.
Úr leik Ungverjalands og Íslands á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Rúmenar fagna marki á EM 2016.
Rúmenar fagna marki á EM 2016.
Mynd: Getty Images
Þrír síðustu riðlarnir í undankeppni EM klárast í kvöld og þá kemur í ljós hverjir mögulegir andstæðingar Íslands verða þegar dregið verður í undanúrslit í Þjóðadeildarumspilinu á föstudag.

Ísland spilar í undanúrslitum á Laugardalsvelli 26. mars en dregið verður um það hvar úrslitaleikurinn verður spilaður. Ísland mun mæta annað hvort Rúmeníu eða Ungverjalandi í undanúrslitum í umspilinu samkvæmt útreikningum Dale Johnson hjá ESPN.

Mikil spenna er í H-riðli í undankeppninni og úrslitin þar skipta Ísland máli. Ungverjaland, Wales og Slóvakía eiga öll möguleika á 2. sætinu fyrir lokaumferðina í kvöld. Ungverjaland heimsækir Wales en sigurliðið þar fer beint á EM. Ef jafntefli verður niðurstaðan í þeim leik þá getur Slóvakía náð 2. sætinu með sigri á Azerbaijan.

Ungverjar eru í 2. sætinu í augnablikinu og ef þeir fara áfram í kvöld þár er ljóst að Ísland mætir Rúmeníu í umspilinu í mars. Wales/Slovakía eða Norður-Írland mætir þá Búlgaríu eða Ísrael í hinum undanúrslitaleiknum.

Ef Wales eða Slóvakía fara áfram og Ungverjaland situr eftir þá mætir Ísland annað hvort Ungverjalandi eða Rúmeníu.

Rúmenía er í 29. sæti á heimslista FIFA og Ungverjaland í 50. sæti á meðan Ísland er í 40. sæti. Rúmenar hrapa þó líklega eitthvað niður á næsta lista eftir 5-0 tap gegn Spáni í gær og 2-0 tap gegn Svíum á föstudag. Rúmenar enduðu í 4. sæti í F-riðli í undankeppninni á eftir Spáni, Svíþjóð og Noregi.

Ungverjar mættu Íslendingum á EM í Frakklandi árið 2016 en þá varð niðurstaðan 1-1 í hörkuleik í Marseille. Ungverjar unnu riðilinn á EM en töpuðu 4-0 gegn Belgum í 16-liða úrslitum. Rúmenar duttu út í riðlinum á EM með eitt stig. Hvorki Rúmenía né Ungverjaland náði sæti á HM í Rússlandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner