Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Vara Manchester United við kuldanum í Kasakstan
Manchester United heimsækir Kasakstan í næstu viku.
Manchester United heimsækir Kasakstan í næstu viku.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Astana í Kasakstan hafa varað leikmenn og starfsfólk Manchester United við kuldanum sem verður þar í landi þegar liðin eigast við í Evrópudeildinni í næstu viku.

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana spila heimaleik sinn gegn Manchester United innandyra á gervigrasi.

Spáð er allt að 20 stiga frosti í Astana í næstu viku þegar leikurinn fer fram.

Forráðamenn Astana hafa því varað leikmenn og starfsfólk Manchester United að dvelja ekki lengur utandyra en tíu mínútur í senn.

Manchester United er nú þegar komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir þrjá sigra í fyrstu fjórum leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner