Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 20. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Ancelotti segir Calwert-Lewin geta farið í enska landsliðið
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, telur að Dominic Calvert-Lewin eigi möguleika á að ná sæti í enska landsliðinu eftir góða frammistöðu undanfarnar vikur.

Hinn 22 ára gamli Calvert-Lewin hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum síðan Ancelotti tók við stjórnartaumunum hjá Everton.

Harry Kane og Marcus Rashford eru báðir meiddir og Calvert-Lewin gæti fengið tækifæri í vináttuleikjum Englendinga í mars.

„Auðvitað getur hann spilað fyrir enska landsliðið, engin spurning," sagði Ancelotti.

„England er með stórkostlega framherja. Hann þarf að berjast en hann er með gæðin og möguleikana til að verða frábær framherji á Englandi og fyrir enska landsliðið."
Athugasemdir
banner