Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Moses á leið í læknisskoðun hjá Inter
Victor Moses í leik með nígeríska landsliðinu gegn Íslandi
Victor Moses í leik með nígeríska landsliðinu gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska félagið Inter er að ganga frá samningum við Chelsea um að fá nígeríska leikmanninn Victor Moses á láni út þetta tímabil. Þetta kemur fram í ítölskum miðlum í dag.

Moses er 29 ára gamall en hann ólst upp hjá Crystal Palace áður en hann gekk til liðs við Wigan árið 2010.

Hann lék þrjú góð tímabil með Wigan áður en Chelsea festi kaup á honum árið 2012.

Moses hefur fjórum sinnum farið út á lán á tíma sínum hjá Chelsea en Chelsea kallaði hann til baka frá tyrkneska félaginu Fenerbahce á dögunum.

Nígeríumaðurinn er nú á leið til Inter á Ítalíu. Hann verður lánaður út þetta tímabil og á Inter möguleika á að kaupa hann fyrir 10 milljónir evra í sumar.

Samkvæmt ítölsku miðlunum fer Moses í læknisskoðun hjá Inter á morgun áður en félögin tilkynna samkomulagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner