Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. febrúar 2020 09:49
Magnús Már Einarsson
Alfons til Bodö/Glimt (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted hefur gengið til liðs við Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni en hann kemur til félagsins frá Norrköping í Svíþjóð.

Hinn 21 árs gamli Alfons skrifaði undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt í dag en félagið endaði í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Alfons er spennandi ungur leikmaður með mikla hæfileika," sagði Aasmund Bjørkan, þjálfari Bodö/Glimt.

Alfons fór til Norrköping árið 2017 en hann var í láni hjá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki síðari hlutann á síðasta tímabili.

„Þetta lítur mjög vel út. Ég hef rætt við Oliver Sigurjónsson og hann hefur sagt marga góða hluti um Glimt og ég tel að þetta sé gott og sniðugt skref fyrir mig," sagði Alfons en Oliver, fyrrum liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, yfirgaf Bodö/Glimt á dögunum eftir tveggja ára dvöl hjá félaginu.

„Ég ætla að gera allt sem ég get til að gera liðið betra og ég vil hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum á sama tíma og ég bæti mig sem leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner