Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 20. febrúar 2021 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid færist nær Atletico
Casemiro skoraði sigurmark Madrídinga.
Casemiro skoraði sigurmark Madrídinga.
Mynd: Getty Images
Real Madrid færist nær toppliði Atletico Madrid eftir úrslit kvöldsins í Spánarsparki.

Það gekk erfiðlega fyrir Real Madrid að brjóta Real Valladolid á bak aftur en það tókst loksins eftir rúmlega klukkutíma leik. Markið skoraði miðjumaðurinn Casemiro.

Real lenti í vandræðum í kvöld og var Thibaut Courtois öflugur í markinu en þeim tókst að landa stigunum þremur. Real Madrid er núna þremur stigum á eftir Atletico, sem tapaði fyrir Levante fyrr í dag. Atletico á samt sem áður tvo leiki til góða á Real. Valladolid er í næst neðsta sæti deildarinnar með 21 stig en fallbaráttan er mjög jöfn.

Valencia vann góðan sigur á heimavelli gegn Celta Vigo í kvöld þar sem þeir skoruðu tvö mörk undir lokin. Celta hafði þá misst mann af velli með rautt spjald. Valencia er í tólfta sæti og Celta í tíunda sæti.

Valencia 2 - 0 Celta
1-0 Kevin Gameiro ('90 )
2-0 Manu Vallejo ('90 )
Rautt spjald: Ruben Blanco, Celta ('64)

Valladolid 0 - 1 Real Madrid
0-1 Casemiro ('65 )

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Magnaður sigur Levante gegn Atletico
Athugasemdir
banner
banner
banner