Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir áhugaverðir aðilar nefndir í leit Liverpool
Frederic Massara.
Frederic Massara.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að leita að einstaklingi til að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Jurgen Klopp er að hætta sem stjóri liðsins í sumar og Jörg Schmadtke, sem hafði starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, ákvað að hætta eftir janúargluggann.

Það er talið að Liverpool ætli sér að ráða nýjan yfirmann fótboltamála áður en eftirmaður Klopp verður ráðinn.

Í grein The Athletic í dag eru tvö áhugaverð nöfn nefnd til sögunnar er fjallað er um leit Liverpool að einstaklingi í starf yfirmanns fótboltamála. Það eru Frederic Massara og Florent Ghisolfi.

Massara starfaði síðast sem yfirmaður fótboltamála hjá AC Milan og er Ghisolfi núna í starfi hjá Nice í Frakklandi. Ghisolfi er ólíklegri kostur þar sem hann er í starfi hjá félagi sem er í eigu INEOS, sama hóps og á Manchester United.

Eigendur Liverpool væru mjög til í að fá Michael Edwards aftur til félagsins en hann er sagður mjög ánægður í núverandi starfi hjá ráðgjafafyrirtækinu Ludonautics.


Athugasemdir
banner
banner
banner