Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 18:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher vill að Liverpool verði ekki síðasta liðið til að hætta við
Mynd: Getty Images
Chelsea, Manchester City og Atletico Madrid eru öll að undirbúa tilkynningar um að félögin ætli sér að hætta við þátttöku í Ofurdeildinni.

Liðin voru þrjú af þeim tólf sem ætluðu að taka þátt í deildinni. Þá hefur Joan Laporta, forseti Barcelona, gefið það út að Barcelona muni ekki taka þátt í deildinni nema ef niðurstaða kosninga meðal eigenda félagsins (stuðningsmanna) verði á þann veg að þeir vilji að félagið taki þátt í deildinni.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir á Twitter að nú sé keppni um að vera ekki síðastur að segja sig úr deildinni.

Jamie, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, vill að félagið verði ekki það síðasta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner