Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. maí 2019 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur á leið í úrslitaleik í lokaumferðinni í Danmörku
Hjörtur Hermansson.
Hjörtur Hermansson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í Danmörku lék Hjörtur Hermannsson allan leikinn fyrir Bröndby í góðum 4-1 sigri á Midtjylland í úrvalsdeildinni þar í landi.

Bröndby er núna þremur stigum frá OB þegar ein umferð er eftir. OB er í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sem endar í því sæti spilar um að komast í Evrópudeildina. OB og Bröndby mætast einmitt í lokaumferðinni og er Bröndby með betri markatölu.

Hjörtur er 24 ára gamall miðvörður. Hann hefur komið við sögu í 19 leikjum Bröndby á þessu tímabili.

Í Noregi spilaði Samúel Kári Friðjónsson fyrir Viking í stóru tapi gegn fyrrum lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í Molde.

Samúel Kári var í byrjunarliði Viking en var tekinn af velli þegar 73 mínútur voru liðnar. Þá var staðan 4-1 fyrir Molde.

Molde er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig. Viking er í sjöunda sæti með 14 stig. Samúel Kári er í láni hjá Viking frá Vålerenga sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner