Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. júní 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður ársins þökk sé stuðningsmönnum Liverpool
Mynd: Getty Images
Lucas Leiva var kosinn leikmaður ársins hjá ítalska félaginu Lazio annað árið í röð.

Lucas vann kosninguna með 94% atkvæða. Hann vann sömu kosningu í fyrra með 71% atkvæða.

Enskir fjölmiðlar telja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið til þess að Lucas hafi unnið kosninguna með eins miklum yfirburðum og hann gerði.

Hinn 32 ára gamli Lucas er gríðarlega vinsæll hjá Liverpool eftir að hafa leikið með liðinu um 10 ára skeið. Hann yfirgaf Liverpool 2017 til að fara til Lazio.

Lucas lék 36 leiki á nýliðnu tímabili fyrir Lazio. Honum tókst ekki að skora mark, en hann lagði upp fimm.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner