Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árborg á toppnum - Kormákur/Hvöt með stórsigur
Árborg stefnir á þriðju deildina.
Árborg stefnir á þriðju deildina.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Árborg er komið á topp C-riðils 4. deildarinnar eftir þriðja sigurinn í röð.

Árborg mætti Kóngunum og uppskar 3-1 sigur en Magnús Helgi Sigurðsson kom heimamönnum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Árborg er með tveggja stiga forystu á Álftanesi og KFS á toppnum. Kóngarnir eru aðeins með þrjú stig eftir níu umferðir.

Kormákur/Hvöt rúllaði þá yfir Vatnaliljur í D-riðli með sex mörkum gegn einu.

Þetta var annar sigur Kormákar/Hvatar í röð. Liðið er fjórum stigum frá toppliði Kórdrengja og með leik til góða.

4. deild C-riðill:
Árborg 3 - 1 Kóngarnir
1-0 Magnús Helgi Sigurðsson ('43)
2-0 Eyþór Helgi Birgisson ('65)
2-1 Hlöðver Jóhannsson ('73, víti)
3-1 Ingvi Rafn Óskarsson ('83, víti)

4. deild D-riðill:
Kormákur/Hvöt 6 - 1 Vatnaliljur
Markaskorara vantar

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner