Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 20. júlí 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd vill miðjumenn úr Serie A
Powerade
Matuidi er heimsmeistari.
Matuidi er heimsmeistari.
Mynd: Getty Images
Max er liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg.
Max er liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúður dagsins er á sínum stað. Eins og áður kemur slúðrið úr enskum fjölmiðlum og er tekið saman af BBC.


Everton ætlar að blanda sér í kapphlaupið um Wilfried Zaha, 26 ára framherja Crystal Palace. Félagið vill fá 80 milljónir punda fyrir hann. (Evening Standard)

Man Utd, Everton og PSG vilja Blaise Matuidi, 32, og hafa sett sig í samband við Juventus. (Le Parisien)

Tottenham er búið að bjóða Christian Eriksen, 27, nýjan samning með 200 þúsund pund í vikulaun í tilraun til að halda honum frá Real Madrid. Samningur Danans rennur út eftir ár. (Daily Mail)

Man Utd ætlar að styrkja sig og hefur ekki gefist upp á Sergej Milinkovic-Savic, 24 ára miðjumanni Lazio. (Mirror)

Inter vill fá Romelu Lukaku, 26, og þarf að fjármagna félagaskiptin með sölu á Mauro Icardi, 26. (Gazzetta dello Sport)

Liverpool vill Philipp Max, 25 ára vinstri bakvörð Augsburg. Hann á að veita Andy Robertson, 25, samkeppni. (Sport)

Tottenham og West Ham hafa áhuga á Diego Llorente, 25 ára varnarmanni Real Sociedad. (El Mundo Deportivo)

Wolves er að reyna að fá ítalska sóknarmanninn Patrick Cutrone, 21, frá AC Milan. Ítalska félagið vill 20 milljónir punda fyrir hann. (Express)

Tottenham er búið að bjóða Fernando Llorente, 34, nýjan eins árs samning. Sóknarmaðurinn þarf að taka verulega launalækkun á sig til að vera áfram hjá félaginu. (Daily Mail)

Pep Guardiola er að leita að nýjum miðverði. Sá á að fylla í skarðið sem Vincent Kompany skildi eftir sig. (Mirror)

Crystal Palace er búið að bjóða 8 milljónir í James McCarthy, 28 ára miðjumann Everton. (Sky Sports)

Tottenham vill losa sig við Danny Rose, 29, en hann er ekki að flýta sér að í leit sinni að nýju félagi. (Telegraph)

Frank Lampard ætlar ekki að selja miðvörðinn Kurt Zouma, 24, til Everton. Hann gerði góða hluti þar að láni á síðasta tímabili. (Mirror)

Edin Dzeko, 33, gæti verið að skipta úr Roma og yfir til Inter fyrir 15 milljónir evra. (Sportitalia)

Fulham er að ganga frá kaupum/láni á Anthony Knockaert, 27 ára kantmanni Brighton. (Argus/Sun)

Sheffield United vonast til að krækja aftur í markvörðinn Dean Henderson, 22, sem lék lykilhlutverk að láni frá Man Utd á síðasta tímabili. (Sheffield Live)

Crystal Palace ætlar að bjóða 5 milljónir punda í bakvörðinn Paulo Diaz, 24, sem leikur fyrir Al-Ahli Saudi FC. Hann á að fylla í skarðið sem Aaron Wan-Bissaka skildi eftir sig. (Daily Star)

Chelsea er að missa Ethan Ampadu, 18, til RB Leipzig. Hann er búinn að standast læknisskoðun. (Sky Sports)

Club Brugge hefur áhuga á Percy Tau, 25 ára sóknarmanni Brighton. (Argus)

Derby County vill fá Daniel Bachmann, 25 ára varamarkvörð Watford, að láni. (Derby Telegraph)

Philip Cocu, nýr stjóri Derby, segist ætla að nota tengslanet sitt til að styrkja liðið fyrir komandi átök. Cocu var liðsfélagi Pep Guardiola hjá Barcelona á tíma sínum sem leikmaður og lék einnig fyrir PSV og hollenska landsliðið. (Derby Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner