Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 20. júlí 2024 20:05
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Sigurmark gegn Íslandsmeisturunum var góð kveðjugjöf.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var gaman! Leiðinlegt að vera að fara, en geggjað að enda þetta á þessum nótum,'' sagði Sveinn Margeir Hauksson, markaskorari KA, eftir 1-0 sigur á Víking R. í Bestu-deild karla í dag. Sveinn heldur nú til Bandaríkjanna í nám og spilar ekki meira með KA á þessu tímabili.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta er aðeins að koma núna hjá okkur. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í byrjun, það er skrítið að segja það en mér fannst það vera smá óheppni. Núna finnst mér við vera komnir á réttan veg og loksins farnir að sýna eitthvað.''

Það var ótrúlegt að ekki skyldi vera komið mark í leikinn áður en Sveinn loksins braut ísinn á 88. mínútu. Bæði lið höfðu fengið frábær tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.

„Þeir voru miklu meira með boltann. Svo fáum við nokkur skipti til að refsa þeim. Harley kom sér í gott færi, Viðar var rangstæður í fyrri, svo var Harley aftur á ferðinni. Þeir fengu líka fullt af færum, settu þarna í skeytin út í byrjun. Þá leið manni ekkert frábærlega! Fínt að enda þetta svona,'' sagði glaðbeittur Sveinn.

Er ekkert erfitt að fara á þessum tímapunkti?

„Jú það er mjög erfitt, en þetta er bara svona. Maður reynir að fá að vera eins lengi og maður getur á Íslandi, en það eru allskonar reglur sem að maður þarf að fylgja,'' sagði Sveinn Margeir.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner