Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. september 2018 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völsungi dæmdur 3-0 sigur gegn Hugin
Völsungur fær 3-0 sigur dæmdan.
Völsungur fær 3-0 sigur dæmdan.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Frá Seyðisfjarðarvelli í gær. Þangað mættu leikmenn Hugins.
Frá Seyðisfjarðarvelli í gær. Þangað mættu leikmenn Hugins.
Mynd: Huginn
Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins.
Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir atburði gærdagsins hefur KSÍ komist að þeirri niðurstöðu að dæma Völsungi 3-0 sigur gegn Hugin í 2. deild karla.

Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram í gær, klukkan 16:30.

Liðin mættust fyrst í ágúst og þá hafði Huginn betur 2-1 en afrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna vegna dómaramistaka sem áttu sér stað í leiknum og vegna skýrslugerðar dómara eftir leikinn.

Völsungur kærði framkvæmd leiksins þar sem félagið taldi að skýrslan hafi verið fölsuð.

Huginsmenn lýstu yfir óánægju sinni með dóminn þegar hann var kveðinn upp.

Sjá einnig:
Yfirlýsing Hugins - Hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstóls

Í dómsuppkvaðningu kom fram að leikurinn ætti að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en hann var í gærmorgun færður á Egilsstaði, á Fellavöll. Þangað mætti lið Völsungs rétt upp úr klukkan 15 ígær en Huginsmenn mættu ekki. Leikmenn Hugins mættu þess í stað á Seyðisfjarðarvöll.

Formaður knattspyrnudeildar Hugins segir að það hafi aldrei komið til greina að ferðast á Fellavöll þrátt fyrir að Huginn hafi haft samband við KSÍ í gær til þess að greina frá því að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur.

„KSÍ tekur ákvörðun hvort vellirnir séu óleikhæfir, það er ekki okkar hlutverk að dæma um það. Við mæltum með því að leiknum yrði frestað því það er bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur," sagði Sveinn Ágúst, formaður knattspyrnudeildar Hugins, við Fótbolta.net.

Huginn 0 - 3 Völsungur
KSÍ hefur tekið ákvörðun um málið og er niðurstaðan sú að Völsungi er dæmdur 3-0 sigur. „Huginn mætti ekki til leiks," segir í skýrslunni frá KSÍ.

Í ítarlegu viðtali við RÚV í gærkvöldi sögðust Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, og Sveinn Ágúst, formaður knattspyrnudeildar félagsins, að þeir ætli að áfrýja.

„Við eigum skilið að fá dæmdan 3-0 sigur í þessum leik, ef svo verður ekki þá munu við leita réttar okkar eins og aðrir virðast mega gera ef þeim finnst á þeim brotið," sagði Brynjar.

Sveinn er á því málið að starfsmenn KSÍ hafi brotið sínar eigin reglur í þessu máli.

„Það verður líka að taka það fram máli okkar til stuðnings að framkvæmdastýra KSÍ kemur fram í viðtali fyrir tveimur dögum og tekur það skýrt fram að þessi dómur er bindandi og það geti enginn innan raða KSÍ breytt honum. Þar af leiðandi er þessi starfsmaður búinn að brjóta lög og reglur KSÍ. Og við eigum að líða fyrir það. Þetta er í raun aldrei okkar vandamál, þetta er allan tímann heima hjá KSÍ," sagði Sveinn Ágúst.

Völsungur á núna möguleika á að komast upp
Ef þennan úrskurð KSÍ er Völsungur með 40 stig í 2. deildinni, tveimur stigum frá toppliðum Aftureldingar og Gróttu fyrir lokaumferðina. Völsungur á því tæknilega séð enn möguleika á að komast upp um deild.

Völsungur sækir Tindastól heim í lokaumferðinni, en auk Völsungs eru Vestri, Afturelding og Grótta að berjast um að fara upp.

Huginsmenn voru nú þegar fallnir áður en niðurstaða KSÍ var birt. Huginn er núna með sex stig á botni deildarinnar.

Sjá einnig:
Völsungur á Egilsstöðum en Huginn á Seyðisfirði
Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan
„Skýrt í dómnum að leikinn skuli spila á Seyðisfjarðarvelli"
Athugasemdir
banner
banner
banner