Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 15:01
Elvar Geir Magnússon
Telja að Leiknir muni vinna en það dugi liðinu ekki
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir á möguleika á að komast upp í Pepsi Max-deildina en lokaumferðin fer fram á morgun. Það þarf þó allt að spilast rétt fyrir Breiðholtsliðið.

Leiknismenn þurfa að vinna Fram og treysta á að Haukar vinni Gróttu. Það gæti samt ekki dugað því Grótta hefur +10 í markatölu og Leiknir +8.

Sem dæmi þá kemst Leiknir ekki upp með eins marks sigri ef Grótta tapar með einu. Leiknir þyrfti þá að vinna með tveggja marka mun að minnsta kosti.

Úlfur Blandon og Baldvin Már Borgarsson spá því báðir í Inkasso-horninu að Leiknir vinni Fram en það muni ekki duga.

„Þetta er ekki mjög ósvipað dæmi og hjá Gróttu. Leiknir hefur farið upp í Pepsi-deildina og það var gríðarlegt afrek. Leiknismenn hafa gert þetta áður og ég held að Leiknir vinni síðasta leikinn sinn en þá er bara spurningin hvað Grótta gerir?" segir Úlfur.

Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis hefur verið að gera mjög góða hluti en liðið hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni undir hans stjórn.

„Fyrir mér er Óskar Hrafn þjálfari ársins en Siggi Höskulds á gríðarlegt hrós skilið fyrir sína vinnu," segir Baldvin.

Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras, sem Leiknir fékk fyrir tímabilið, fær lof í Inkasso-horninu en báðir völdu þeir hann í lið ársins að sínu mati.

„Frábær leikmaður sem hefur spilað ótrúlega vel. Maður heyrir líka að hann sé frábær karakter og gríðarlega sterkur innan liðsins. Það er rosalega dýrmætt að fá leikmenn sem skipta máli í klefanum og geta líka gert allt sem þú þarft inni á vellinum," segir Úlfur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner