Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 20. september 2020 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho truflaði Son í viðtali - „Maður leiksins er Harry Kane"
Þeir Harry Kane og Son Heung-min fóru á kostum í 5-2 sigri Tottenham gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Son skoraði fernu og lagði upp eitt, og Kane skoraði eitt og lagði upp hin fjögur mörkin fyrir Son.

Son fór í viðtal hjá BBC eftir leikinn en var þar truflaður af knattspyrnustjóra sínum, honum Jose Mourinho.

„Maður leiksins er Harry Kane," sagði Mourinho og svo fékk viðtalið að halda áfram.

„Ég myndi segja að Harry væri maður leiksins því hann skoraði eitt og lagði upp fjögur mörk. Við höfum unnið lengi saman og þekkjum hvorn annan vel."


Athugasemdir
banner
banner