Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   mið 20. september 2023 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elmar Atli Garðarsson, leikmaður Vestra, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni, en hefði viljað hafa sigurinn stærri.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins en þau hefðu getað verið fleiri.

„Við hefðum getað gert betur og skorað fleiri mörk, en eins og leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik þá tökum við 1-0 stöðu,“ sagði Elmar við Fótbolta.net.

Umspilsleikirnir eru stærstu leikir í sögu félagsins en liðið á möguleika á að komast í Bestu deildina, sem yrði í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Fullur stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum.“

Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu og rautt spjald á 60. mínútu er varnarmaður Vestra átti að hafa handleikið boltann, en ekkert var dæmt. Elmar taldi liðsfélaga sinn hafa skallað boltann.

„Ég sá það mjög illa en frá mínu sjónarhorni þá skallar hann bara boltann.“

Þó sigurinn hefði getað verið stærri er Elmar ánægður með að vera í 1-0 í hálfleik í þessu einvígi.

„Að sjálfsögðu, en eins og ég sagði áðan úr því sem komið er tökum við bara 1-0 stöðu, sem er flott,“ sagði Elmar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner