Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. nóvember 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Gulli Gull: Þakklátur fyrir ferilinn og montinn af honum
Gunnleifur Gunnleifsson
Gunnleifur Gunnleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson við Vísi í dag. Fyrr í dag birti Gulli færslu á Twitter og Facebook þar sem hann þakkaði fyrir sig og lagði formlega skóna og markmannshanskana á hilluna.

Gulli varð 45 ára í sumar en síðasta vetur gaf hann það út að hann yrði til vara fyrir Anton Ara Einarsson sem varði mark Breiðabliks á liðinni leiktíð. Þá var Gulli hluti af þjálfarateymi Breiðabliks.

„Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í."

Gulli lék 474 mótsleiki samkvæmt vef KSÍ og skoraði eitt mark, þegar hann lék með HK í 2. deild. Deildarleikirnir voru alls 439 sem er Íslandsmet. Þá lék hann 26 landsleiki, þann fyrsta árið 2000 og þann síðasta 2014. Meistaraflokksferill Gulla hófst árið 1994 og síðustu mótsleikina spilaði hann síðasta sumar.

Gulli lék með HK, Keflavík, KR, Val Reyðarfirði, FH og Breiðabliki á sínum ferli á Íslandi. Hann var þá hjá FC Vaduz í Liechtenstein og á Englandi veturinn 1998-99. Gulli varð Íslandsmeistari með KR og FH á sínum ferli og bikarmeistari með FH.

„Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur," sagði Gulli við Vísi.


Athugasemdir
banner
banner
banner