Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 23:47
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Óheppnir með vítaspyrnudóminn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham var fúll eftir dramatískt tap á heimavelli gegn Nottingham Forest. Starf hans hjá félaginu er talið vera í bráðri hættu eftir slæm úrslit í síðustu leikjum.

West Ham er í fallsæti með 14 stig eftir 21 umferð, sjö stigum frá öruggu sæti. Nuno var að mæta sínum fyrrum lærisveinum í liði Forest en hann náði evrópusæti með þeim á síðustu leiktíð áður en hann var rekinn í september.

„Við spiluðum vel í dag og gerðum nóg til að vinna þennan leik. Við vorum með forystuna og skoruðum svo annað mark sem var dæmt af útaf naumri rangstöðu. Það er stundin sem breytti öllu, eftir þetta var ýmislegt sem kom uppá," sagði Nuno við fréttamenn.

„Við vorum góðir í fyrri hálfleik og byrjuðum seinni hálfleikinn vel en svo brjóta þeir á (Crysencio) Summerville, komast í skyndisókn, fá hornspyrnu og jafna leikinn. Þetta hafði neikvæð áhrif á hugarfar leikmanna þegar þeim líður eins og dómgæslan sé að falla gegn þeim.

„Við fengum fleiri færi til að skora en nýttum þau ekki. Strákarnir stóðu sig mjög vel, þeir börðust allan tímann og misstu aldrei trúna."


Nuno var ósáttur með vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum á lokamínútum leiksins. Alphonse Areola markvörður ætlaði að kýla hornspyrnu frá marki en liðsfélagi hans Tomas Soucek var fyrstur til boltans og náði að skalla frá. Areola endaði á að kýla leikmann Forest og var dæmd vítaspyrna eftir athugun í VAR-herberginu.

„Við vorum óheppnir með vítaspyrnudóminn. Þetta er eitthvað sem gerist oft í fótboltaleikjum og þessi ákvörðun lætur mann efast um reglurnar. Hversu oft hefur nákvæmlega eins atvik átt sér stað á tímabilinu og hversu oft af þeim skiptum hefur verið dæmd vítaspyrna?

„Ég skil þetta ekki. Areola reynir að fara í boltann en Soucek er fyrri til. Areola getur þá ekki stoppað sig og það verður árekstur við andstæðinginn. Ég skil ekki hvernig þetta er vítaspyrna."


Nuno var spurður út í framtíðina, hvort hann óttist að vera rekinn úr starfi. Portúgalski þjálfarinn er ekki að hugsa um það, hann er einbeittur að því að snúa slæmu gengi West Ham við.

„Þetta er ekki búið. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur á æfingum og gera allt í okkar valdi til að snúa þessu við. Ég veit að við getum gert það."

Sjáðu atvikið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner