Jaroslav Silhavy er hættur þjálfun tékkneska landsliðsins en hann greindi frá þessu í viðtali eftir að hafa stýrt liðinu á Evrópumótið í Þýskalandi.
Silhavy tók við Tékkum árið 2018 eftir HM í Rússlandi og stýrði liðinu á Evrópumótið.
Þar komst liðið alla leið í 8-liða úrslit en tapaði fyrir Dönum, 2-1.
Honum tókst ekki að koma liðinu á HM í Katar. Liðið hafnaði í 3. sæti í sínum riðli í undankeppninni á eftir Belgíu og Wales.
Það fór í undanúrslit umspilsins en tapaði þar fyrir Svíum í B-leiðinni, en hann náði að bæta upp fyrir það með því að koma þjóðinni á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári.
Eftir 3-0 sigurinn á Moldóvu í kvöld tilkynnti Silhavy að hann væri kominn á endastöð með liðið.
„Þó svo við séum yfir okkur ánægðir að hafa komist á Evrópumótið þá höfum við í þjálfaraliðinu ákveðið að halda ekki áfram með tékkneska landsliðið,“ sagði Silhavy.
Ekki liggur fyrir hver tekur við keflinu af Silhavy.
Athugasemdir