Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sunnlenska 
Barbára framlengir við Selfoss (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Barbára Sól Gíslasdóttir er búin að framlengja samning sinn við Selfoss til tveggja ára, eða út keppnistímabilið 2022.

Barbára er aðeins 19 ára gömul en á 78 keppnisleiki að baki fyrir Selfoss og lék sína fyrstu A-landsleiki í haust eftir að hafa spilað 36 sinnum fyrir yngri landsliðin.

Barbára verður í frábæru formi fyrir næstu leiktíð þar sem hún leikur að láni hjá Celtic í toppbaráttu skoska boltans í vor þar til íslenski boltinn fer aftur af stað.

„Ég er mjög ánægð með að framlengja á Selfossi, hér er frábært umhverfi fyrir leikmenn og ég mun klárlega halda áfram að bæta mig hérna. Markmiðið er auðvitað að verða enn betri leikmaður, spila fleiri landsleiki og vera í hópnum sem fer á Evrópumeistaramótið sumarið 2022," sagði Barbára við Sunnlenska.is.

„Um leið er ég glöð með að félagið leyfði mér að fara á láni til Skotlands. Það er mjög spennandi að fara út og öðlast reynslu í nýju landi. Ég sleppi undirbúningstímabilinu á Selfossi en það verður geggjað að komast í fótbolta í vetur og ég mæti aftur fersk þegar tímabilið byrjar hérna heima."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner