Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. janúar 2022 20:30
Victor Pálsson
Arteta sér ekki eftir að hafa valið Partey - Þurftu að nota hann
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sér ekki eftir því að hafa notað Thomas Partey í gær í viðureign gegn Liverpool í enska deildabikarnum.

Partey var aðeins nýkominn aftur til Englands eftir þáttöku í Afríkukeppninni og var á bekknum í 2-0 tapi gegn Liverpool er Arsenal datt úr leik.

Partey spilaði aðeins með landsliði Gana á þriðjudaginn er liðið féll úr keppni í Afríkukeppninni - hann spilaði allar mínúturnar í 3-2 tapi gegn Kómoroeyjum.

Partey átti alls ekki góða innkomu gegn Liverpool og fékk tvö gul spjöld á þremur mínútum og þar með rautt.

„Ég sé ekki eftir þessu en ég get ekki notað hann núna. Staðan er eins og hún er. Hann gerði sitt til að koma aftur og við þurftum að spila honum," sagði Arteta en Partey fer nú í leikbann.

„Emile Smith-Rowe hefur ekki tekið þátt í einni æfingu, Martin Ödegaard ekki heldur og Alexandre Lacazette var á gulu spjaldi. Við þurftum að taka ákvörðun og ákváðum að nota hann. Því miður gerðist þetta."
Athugasemdir
banner
banner