Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 21. janúar 2022 23:30
Victor Pálsson
Tottenham hefur hafnað öllum tilboðum Ajax
Tottenham er mögulega hætt við að selja framherjann Steven Bergwijn að sögn blaðamannsins Freek Janssen sem er hollenskur líkt og leikmaðurinn.

Fabrizio Romano greindi frá því fyrr í janúar að Tottenham væri reiðubúið að selja Bergwijn aftur til Ajax áður en glugginn myndi loka í febrúar.

Bergwijn átti magnaða innkomu í leik gegn Leicester City í vikunni og skoraði þá tvö mörk í uppbótartíma til að tryggja þrjú stig.

„Ajax hefur boðið nokkrum sinnum í leikmanninn en Tottenham hefur hafnað öllum boðunum," sagði Janssen í samtali við Voetbal Primeur.

Þessi frammistaða Bergwijn gæti hjálpað honum að halda sæti sínu í liði Tottenham en miklar líkur voru taldar á að hann væri á förum.

Það er þó spurning hvort Tottenham myndi samþykkja tilboð frá hollenska félaginu ef upphæðin hækkar með hverjum degi enda stutt í að glugginn loki.
Athugasemdir
banner
banner
banner