Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. apríl 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA gefur grænt ljós á aflýsingu í 'sérstökum tilvikum'
Mynd: Getty Images
UEFA býst við því að deildir í Evrópu geti haldið áfram í júni en segir að í 'sérstökum tilvikum' megi aflýsa tímabilinu vegna kórónaveirufaraldsins.

Allir 55 fulltrúar knattspyrnusambandanna innan UEFA funduðu í dag og var rætt um hvernig ætti að klára leiktíðina 2019-2020. Stefnan er sett á að hefja leik að nýju í júní og kemur fram að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar eigi að fara fram 29. ágúst. Fyrr í þessum mánuði varaði UEFA við því að aflýsing á tímabilum geti komið í veg fyrir keppnisrétt í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

UEFA hefur nú í fyrsta skiptið opnað á það að möguleiki sé á því að einhverjum deildum verði aflýst vegna faraldsins. Belgía varð fyrst til að aflýsa leiktíðinni en henni var aflýst þann 15. apríl. UEFA vill fá góð rök frá hverju sambandi fyrir sig ætli það samband að aflýsa tímabilinu heima fyrir.

UEFA vinnur þess að auki að leikskipulagi fyrir undankeppni Evrópukeppnanna fyrir tímabilið 2020/2021 en leikir áttu að fara fram í sumar í undankeppni Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner