Aynsley Pears, markvörður Blackburn Rovers á Englandi, átti eitt neyðarlegasta atvik tímabilsins í ensku B-deildinni er hann setti boltann í eigið net í leik liðsins gegn Sheffield Wednesday í dag.
Sheffield Wednesday var í 2-1 forystu og allt opið í leiknum fram að sjálfsmarkinu.
Varnarmaður Blackburn sendi boltann niður á Pears, sem ætlaði að þruma boltanum fram, en hitti boltann illa þannig hann skoppaði aftur fyrir hann.
Pears var fljótur að snúa sér við og var alveg líklegur til að redda sér, en þá skoppaði boltinn af löppinni á honum og í netið. Eins neyðarlegt og það gerist.
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er liðsfélagi Pears hjá Blackburn en hann verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Ísrael í EM-umspilinu.
Nice of Aynsley Pears to do this every weekend except when he comes to Elland Road, where he channels his inner Buffon #lufc pic.twitter.com/xrZTlpcox4
— Leeds All Over (@LeedsAllOver) April 21, 2024
Athugasemdir