Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mán 21. apríl 2025 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Tottenham og Forest: Níu breytingar frá síðustu umferð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur og Nottingham Forest eigast við í síðasta leik 33. umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins í kvöld og hafa byrjunarlið beggja liða verið staðfest.

Ange Postecoglou þjálfari Tottenham gerir sex breytingar frá 4-2 sigri gegn Wolves í síðustu umferð. Hann hvílir líka nokkra menn eftir sigur gegn Eintracht Frankfurt í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Son Heung-min er ekki með í hóp vegna smávægilegra meiðsla.

Pedro Porro, Micky van de Ven, Rodrigo Bentancur, Dejan Kulusevski, Wilson Odobert og Richarlison koma inn í byrjunarliðið frá tapinu í Wolverhampton.

Nuno Espirito Santo þjálfari Nottingham Forest mætir til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið enda eru hans menn enn óvænt í baráttu um Meistaradeildarsæti. Forest hefur tapað síðustu tveimur leikjum í röð og er í ótrúlega spennandi baráttu við Newcastle, Manchester City, Chelsea og Aston Villa um síðustu lausu sætin í vinsælustu félagsliðakeppni heims.

Espirito Santo gerir þrjár breytingar frá óvæntu tapi á heimavelli gegn Everton í síðustu umferð, þar sem Harry Toffolo, Danilo og Anthony Elanga koma inn í byrjunarliðið.

Tottenham: Vicario, Porro, Van de Ven, Romero, Spence, Sarr, Bentancur, Kulusevski, Odobert, Tel, Richarlison
Varamenn: Kinsky, Danso, Davies, Gray, Bissouma, Bergvall, Johnson, Maddison, Solanke

Nott. Forest: Sels, Williams, Milenkovic, Murillo, Toffolo, Dominguez, Anderson, Danilo, Gibbs-White, Elanga, Wood
Varamenn: Miguel, Morato, Sangare, Sosa, Moreno, Yates, Hudson-Odoi, Abbott, Awoniyi
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner
banner