Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Milan staðfestir að Kjær sé á förum
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan hefur staðfest að danski miðvörðurinn Simon Kjær yfirgefi félagið í sumar.

Þessi 35 ára gamli leikmaður kom til MIlan á láni frá Sevilla í janúar árið 2020 en ítalska félagið gerði skipti hans varanleg síðar á tímabilinu.

Hann hefur alls komið við sögu í 24 leikjum á þessari leiktíð en í minna hlutverki en áður.

Milan hefur staðfest að Kjær fari frá félaginu þegar samningi hans lýkur í sumar.

Kjær, sem er fyrirliði danska landsliðsins, ætlar að setja alla einbeitingu á Evrópumótið í Þýskalandi áður en hann ákveður næstu skref ferilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner