Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júní 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hópuðust saman eftir leik og skoðuðu Livescore
Mynd: EPA
Danmörk tryggði sér farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópumótsins í kvöld með frábærum 4-1 sigri gegn Rússlandi.

Mikkel Damsgaard kom Danmörku yfir undir lok fyrri hálfleiks og Yussuf Poulsen bætti við marki eftir tæplega klukkutíma leik. Artem Dzuyba minnkaði muninn af vítapunktinum, en Danir svöruðu því einstaklega vel. Andreas Christiansen og Joakim Mæhle bættu við tveimur mörkum áður en flautað var af og lokatölur 4-1 fyrir Danmörku.

Danmörk treysti á það að Belgía myndi vinna Finnland á sama tíma. Belgía átti í vandræðum með að brjóta ísinn gegn Finnlandi en það tókst loksins á 75. mínútu.

Belgía landaði að lokum 2-0 sigri og Danmörk komst því áfram í öðru sæti. Þeir mæta Wales á laugardag í 16-liða úrslitum.

Eftir leik hópuðust leikmenn Danmerkur saman á Parken og skoðuðu vefsíðuna Livescore þar sem þeir fylgdust með úrslitum í leik Belgíu og Finnlands. Það var svo vel fagnað á Parken þegar flautað var til leiksloka í hinum leiknum.

Mikil gleði í Danmörku í kvöld og það skiljanlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner