Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júní 2022 15:26
Elvar Geir Magnússon
Vinnur að því að losa sig frá Barcelona
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: EPA
Samkvæmt Diario Sport mun Samuel Umtiti yfirgefa Barcelona í sumar en miðvörðurinn fékk þau skilaboð frá Barcelona að hann væri ekki inni í myndinni hjá félaginu.

Hann vinnur nú að því í samvinnu við félagið að finna nýja vinnuveitendur en Barcelona vill að lausn finnist áður en undirbúningstímabilið fer af stað.

Talið er líklegt að Umtiti geri samkomulag við félagið um riftun eða verði lánaður. Nokkur tyrknesk félög hafa sýnt honum áhuga.

Umtiti er sagður helst vilja snúa aftur til Frakklands og þar hafa Lyon og Nice verið nefnd. Þessi 28 ára leikmaður hóf atvinnumannaferil sinn hjá Lyon.

Hann gekk í raðir Barcelona eftir EM 2016 og lék vel fyrir félagið fyrstu tvö tímabil sín þar. Hann vann heimsmeistaratitilinn með Frakklandi á HM 2018. Síðan þá hefur hann hinsvegar verið mikið á meiðslalistanum og ekki náð sér á strik.
Athugasemdir
banner
banner