Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind tók gullskóinn annað árið í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð Íslandsmeistari þegar liðið vann 3-2 sigur á Keflavík í Pepsi Max-deildinni í dag. Lokaumferðin fór fram í heild sinni.

Valur vann 16 af 18 leikjum sínum, gerði tvö jafntefli. Bæði þessi jafntefli voru gegn Breiðablik, en Blikar fóru einnig taplausar í gegnum mótið. Þær gerðu hins vegar jafntefli í þremur leikjum, þær gerðu einnig jafntefli við Þór/KA.

Í Pepsi Max-deild kvenna var það Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki, sem vinnur gullskóinn. Hún skorar 16 mörk eins og Valsstúlkurnar Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir.

Berglind spilaði hins vegar einum leik minna og þess vegna er það hún sem vinnur gullskóinn.

Þess má geta að í fjórða sæti var einnig leikmaður Vals. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir með 15 mörk.

Þetta er annað árið í röð sem Berglind er markahæst í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner