Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Grótta meistari - Haukar falla
Grótta upp - Haukar niður.
Grótta upp - Haukar niður.
Mynd: Hulda Margrét
Magni heldur sér upp annað tímabilið í röð.
Magni heldur sér upp annað tímabilið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokaumferðin í Inkasso-deildinni fór fram í heild sinni í dag. Grótta tryggði sér sigurinn í deildinni með 4-0 sigri gegn Haukum. Í leiðinni féllu Haukar úr deildinni.

Grótta, sem hefur fengið mikið hrós í sumar, komst yfir á 30. mínútu þegar Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns, þjálfara Gróttu, skoraði. Mikið efni þar á ferðinni, en hann er fæddur árið 2004. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Grótta komst í 2-0 á 58. mínútu úr vítaspyrnu.

Það var högg fyrir Hauka og vann Grótta að lokum 4-0. Grótta vinnur deildina þar sem Fjölnir tapaði gegn Keflavík. Grótta komst upp úr 2. deild í fyrra og fara beint upp úr Inkasso-deildinni.

Grótta og Fjölnir fara upp í Pepsi Max-deildina og niður fara Haukar og Njarðvík.

Haukar fara niður á markatölu, Þróttur endaði með jafnmörg stig. Þór gerði markalaust jafntefli gegn Magna og Þróttur og Afturelding, tvö lið í fallbaráttu, gerðu markalaust jafntefli. Þróttur, Afturelding og Magni halda sér uppi.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í Inkasso-deildinni.

Leiknir R. 2 - 1 Fram
0-1 Frederico Bello Saraiva ('16 )
1-1 Sólon Breki Leifsson ('23 )
2-1 Sævar Atli Magnússon ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Grótta 4 - 0 Haukar
1-0 Orri Steinn Óskarsson ('30 )
2-0 Óliver Dagur Thorlacius ('58 , víti)
3-0 Pétur Theódór Árnason ('77 )
4-0 Sölvi Björnsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Þór 0 - 0 Magni
Lestu nánar um leikinn

Þróttur R. 0 - 0 Afturelding
Lestu nánar um leikinn

Keflavík 1 - 0 Fjölnir
1-0 Þorri Mar Þórisson ('43 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 4 - 2 Njarðvík
1-0 Vignir Snær Stefánsson ('4 )
2-0 Harley Willard ('23 )
3-0 Martin Cristian Kuittinen ('42 )
3-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('52 )
3-2 Kenneth Hogg ('54 )
4-2 Harley Willard ('63 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner