Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sara Björk með tvennu - Rúrik spilaði fyrri
Mynd: Getty Images
Potsdam 0 - 3 Wolfsburg
0-1 Sara Björk Gunnarsdóttir ('3)
0-2 Ewa Pajor ('75)
0-3 Sara Björk Gunnarsdóttir ('90)

Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn og skoraði tvennu er Wolfsburg lagði Potsdam að velli í þýska kvennaboltanum.

Sara Björk skoraði á þriðju mínútu og leiddu gestirnir í hálfleik. Ewa Pajor tvöfaldaði forystuna á 75. mínútu og gerði Sara Björk endanlega út um viðureignina með marki í lokin.

Wolfsburg er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Potsdam er með sex stig.

Sandhausen 1 - 1 Bochum
0-1 S. Ganvoula ('58)
1-1 A. Bouhaddouz ('88)

Rúrik Gíslason spilaði þá fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Sandhausen gegn Bochum í þýsku B-deildinni.

Rúrik var skipt út eftir markalausan fyrri hálfleik. Heimamenn lentu undir skömmu síðar en náðu að gera jöfnunarmark á 88. mínútu.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en yfirburðir Sandhausen eftir leikhlé voru gríðarlegir. Heimamenn voru óheppnir að jafna ekki fyrr en undir lokin.

Sandhausen er í efri hluta deildarinnar, með ellefu stig eftir sjö umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner