Víkingur fær Fram í heimsókn í fyrstu umferð í tvískiptingu Bestu-deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 19:15 en búið er að opinbera byrjunarliðin.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 0 Fram
Sölvi Geir Ottesen gerir tvær breytingar frá 7-0 sigri gegn KR í síðasta leik. Stígur Diljan Þórðarsson og Óskar Borgþórsson víkja báðir úr byrjunarliði Víkings og eru utan hóps. Í þeirra stað koma þeir Davíð Örn Atlason og Viktor Örlygur Andrason.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Róbert Hauksson tekur sér sæti á bekknum en Simon Tibbling er í leikbanni og er því utan hóps. Inn í byrjunarliðið koma þeir Magnús Þórðarson og Már Ægisson.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið Fram:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson
26. Sigurjón Rúnarsson
Athugasemdir