Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 21. október 2020 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr sjöttu efstu deild í Meistaradeildina
Varnarmaðurinn Rhys Williams þreytti í kvöld frumraun sína í Meistaradeildinni með Liverpool.

Williams kom inn á sem varamaður og hjálpaði Liverpool að landa 1-0 sigri á Ajax í Amsterdam.

Hann hefur greinilega tekið miklum framförum á þessu ári því fyrr á þessu ári var hann á láni hjá Kidderminster Town sem leikur í sjöttu efstu deild Englands.

Williams spilaði sinn fyrsta mótsleik í 7-2 sigri á Lincoln í enska deildabikarnum í síðasta mánuði og hann spilaði aftur gegn Arsenal í sömu keppni

Williams var í unglingaliði Liverpool sem varð bikarmeistari 2019 en hann gerði nýjan fimm ára samning við ensku meistarana í ár. Á dögunum lék hann sinn fyrsta leik með U21 liði Englands.

Hann gæti mögulega fengið fleiri tækifæri á þessu tímabili eftir að Virgil van Dijk meiddist.

Athugasemdir
banner