Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   fös 21. október 2022 08:12
Elvar Geir Magnússon
„Of stórt starf fyrir Gerrard - Beale bar hann uppi“
Íþróttafréttamaðurinn Ashley Preece sérhæfir sig í að fjalla um Aston Villa. Hann tjáði sig um brottrekstur Steven Gerrard í viðtali við BBC í morgun og segir að Gerrard hafi hreinlega ekki ráðið við stjórastarfið hjá Villa.

„Ég vorkenndi Gerrard í lokin, hann réði ekki við þetta starf. Ákvörðunin að ráða hann kom í bakið á félaginu. Þegar hann fékk starfið taldi ég um ranga ákvörðun að ræða. Hann var flott og stórt nafn en Dean Smith, sem var á endanum með betri árangur en Gerrard, var rekinn," segir Preece.

„Gerrard er nýliði sem stjóri. Hann gerði mjög vel hjá Rangers með því að vinna deildina svo það voru vísbendingar um að hann væri ungur og góður stjóri. En það er ekki allt sem sýnist og Villa er í fallbaráttu. En ég veit að Gerrard gerði sitt besta og vildi vel, þess vegna vorkenni ég honum."

Preece fullyrðir að Michael Beale, sem var aðstoðarmaður Gerrard þar til hann hætti til að taka við sem stjóri QPR í sumar, hafi verið heilinn á bak við Gerrard.

„Michael Beale bar Gerrard uppi. Mér var sagt það þegar Gerrard fékk starfið að Beale væri í raun heilinn á bak við allt. Emiliano Martínez (markvörður Villa) sagði í viðtali í fyrra að aðstoðarmaðurinn talaði meira en stjórinn. Það kemur frá leikmanni í klefanum. Hann sagði hreinlega að Michael Beale væri að stýra bak við tjöldin."

Aston Villa er alveg við fallsæti og tapaði i gær 3-0 fyrir Fulham. Eftir leikinn var Gerrard látinn taka pokann sinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner