Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. nóvember 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United og Leeds mætast í Ástralíu
Mynd: Getty Images
Manchester United og Leeds mætast í vináttuleik í Ástralíu þann 13. júlí næstkomandi.

Þetta verður í fyrsta skipti sem Manchester United og Leeds mætast síðan árið 2011.

Síðan Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni árið 2004 hafa liðin einungis mæst tvívegis. Leeds vann bikarleik liðanna árið 2010 á Old Trafford en Manchester United vann 3-0 í deildabikarnum árið 2011.

Manchester United ætlar til Ástralíu í æfingaferð fyrir næsta tímabil en liðið mætir Leeds sem og Perth Glory.

Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Perth Glory sem er með sæti fyrir 60 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner