fös 22. janúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Þakkar Sokratis frá dýpstu hjartarótum
Sokratis Papastathopoulos.
Sokratis Papastathopoulos.
Mynd: Getty Images
Arsenal ákvað að rifta samningi sínum við varnarmanninn Sokratis Papastathopoulos. Sokratis, sem er 32 ára, hefur ekki verið í náðinni hjá Mikel Arteta og ekkert spilað á þessu tímabili.

Arteta sagði á fréttamannafundi í gær að það hafi verið frábært að vinna með Sokratis en hann hafi þurft að taka ákvörðun.

„Í fyrsta lagi vil ég þakka honum því hann er svo mikill fagmaður og mögnuð persóna til að vinna með," segir Arteta.

„Við erum með marga miðverði og erum með marga erlenda leikmenn. Ég þurfti að taka ákvörðun, hún var erfið."

„Hann tók þessu vel. Hann hefur sýnt mikinn stuðning og mikla hjálp. Frá dýpstu hjartarótum óska ég honum alls hins besta. Það hefur verið ánægjulegt að vinna með honum og ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta í næsta kafla."

Sokratis gekk í raðir Arsenal frá Borussia Dortmund fyrir 17,6 milljónir punda sumarið 2018. Alls lék hann 69 leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner