Fjölnir 1 - 1 Stjarnan
0-1 Helgi Fróði Ingason ('43 )
1-1 Kristófer Dagur Arnarsson ('88 , Mark úr víti)
0-1 Helgi Fróði Ingason ('43 )
1-1 Kristófer Dagur Arnarsson ('88 , Mark úr víti)
Fjölnir og Stjarnan áttust við í Lengjubikarnum í kvöld þar sem Stjarnan var að spila sinn annan leik eftir stórt tap á Akureyri í fyrstu umferð, þar sem Garðbæingar tefldu fram leikmönnum úr yngriflokkastarfinu.
Talið er að Stjörnumenn hafi ekki viljað tefla fram byrjunarliðsmönnum til að forða þeim frá meiðslum á umdeildu gervigrasi í Boganum. Þeir mættu þó til leiks í dag, þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson, Hilmar Árni Halldórsson og Guðmundur Kristjánsson byrjuðu allir gegn Fjölni.
Það var þó Helgi Fróði Ingason, fæddur 2005, sem tók forystuna fyrir Stjörnuna í dag og leiddu Garðbæingar allt þar til undir lokin.
Kristófer Dagur Arnarsson jafnaði þá með marki úr vítaspyrnu á 88. mínútu til að bjarga stigi.
Fjölnir er með fjögur stig eftir þrjár umferðir á meðan Stjarnan er búin að spila tvo leiki og á eitt stig.
Athugasemdir