Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. mars 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ederson: Góður möguleiki á því að Ancelotti taki við
Ekki sex háskólagráður heldur Meistaradeildartitlar. Unnið keppnina fjórum sinnum sem stjóri og vann hana tvisvar sem leikmaður.
Ekki sex háskólagráður heldur Meistaradeildartitlar. Unnið keppnina fjórum sinnum sem stjóri og vann hana tvisvar sem leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ederson, markvörður Manchester City og brasilíska landsliðsins, segir að hann og liðsfélagar hans hafi rætt þann „góða möguleika" sem sé á því að Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu.

Tite lét af störfum eftir HM í Katar og er Ramon Menezes, þjálfari U20 liðsins, að stýra A-landsliðinu til bráðabirgða.

Brasilíska sambandið gaf út tilkynningu í febrúar þar sem það neitaði fyrir þær fregnir að munnlegt samkomulag hefði náðst við Ancelotti. Ítalski stjórinn er samningsbundinn Real fram á sumarið 2024. En Ederson er á því að mikill möguleiki sé á því að Ancelotti taki við. Hann segist hafa rætt við Casemiro, Vinicius Junior og Eder Militao sem Ancelotti hefur þjálfað hjá Real Madrid.

„Það er mikill möguleiki. Það sem ég hef heyrt um hann er að hann er einstakur þjálfari sem allir í hópnum líkar við. Hann er maður með mjög farsælan feril - það þarf bara horfa á ferilskránna til að sjá það. Við munum sjá í náinni framtíð hvort hann kemur eða ekki. Ég vona að við fáum nýjan þjálfar sem fyrst. Ég finn fyrir spenningnum því það er of mikið af vangaveltum. Verður það brasilískur eða erlendur þjálfari?" sagði Edrson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner