Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 17:24
Brynjar Ingi Erluson
Gundogan hrósar Liverpool - „Ekki verið það aðlaðandi deild ef Liverpool væri ekki hérna"
Ilkay Gündogan
Ilkay Gündogan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City, segist ánægður með að Liverpool hafi veitt þeim mikla samkeppni á tímabilinu.

Man City er Englandsmeistari annað árið í röð eftir að hafa unnið Aston Villa, 3-2, með frábærum endurkomusigri.

Útlitið var alls ekki gott þegar fimmtán mínútur voru eftir en Villa leiddi þá 2-0.

Þrjú mörk á sex mínútum skilaði síðan titlinum en Liverpool vann á meðan Wolves, 3-1, á Anfield. City hefði því alltaf þurft sigur.

„Þetta var ótrúlegur leikur. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta var magnað."

„Við erum allir mennskir og eftir að við lentum 2-0 undir þá var möguleikinn ekki mikill. Við þurftum að einfalda hlutina og það að skora tvö mörk á stuttum tíma gaf okkur tíu mínútur til að ná í þriðja markið. Við erum stoltir í dag."

„Við fundum fyrir þessari spennu. Þetta var neikvæð spenna frekar en jákvæð þegar við vorum 2-0 undir en þetta snérist um að ná í mark og við vissum að við gætum skorað fleiri ef við myndum ná í fyrsta."

„Þetta eru dagarnir sem þú lítur til baka og mannst eftir. Þetta er ótrúlegur dagur."

„Ef Liverpool spilaði ekki þann frábæra fótbolta sem liðið hefur verið að spila þá hefði þessi deild ekkert verið það aðlaðandi. Við börðumst og ýttum á hvort annað. Þó þetta sé sorgardagur fyrir Liverpool þá verður maður að kunna að meta það sem liðið hefur gert og hlakka til að berjast við þá aftur á næsta tímabili,"
sagði Gündogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner