Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 22. maí 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alonso: Réðum ekki við þá - Þeir voru betri
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso þjálfari Bayer Leverkusen svaraði spurningum eftir 3-0 tap gegn Atalanta í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

Þetta var fyrsti tapleikur Leverkusen á ótrúlegu tímabili þar sem liðið á eftir að spila einn leik til viðbótar - úrslitaleik þýska bikarsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern.

„Við réðum ekki við þá í dag, þeir spiluðu virkilega vel og lokuðu á allt sem við ætluðum að gera. Við óskum Atalanta til hamingju því þeir áttu skilið að sigra þennan leik," sagði Alonso. „Það má segja að þeir hafi verið betri en við í öllu í dag. Þeir voru betri heldur en við bæði einstaklingslega og sem liðsheild og það særir okkur.

„Við áttum líklega að spila leikinn aðeins öðruvísi en núna þurfum við að einbeita okkur að næsta leik, við eigum annan úrslitaleik á laugardaginn. Við reynum að læra af þessu tapi hér í kvöld en það breytir engu um hvað mér finnst um þetta lið og þennan leikmannahóp.

„Þetta tap breytir ekki því sem við höfum afrekað á tímabilinu. Þetta er sárt því við vildum vinna þennan titil en maður getur ekki fengið allt. Við erum búnir að vinna deildina og fáum tækifæri til að vinna bikarinn á laugardaginn."


Leverkusen hafði farið í gegnum 51 leik án taps á tímabilinu og var ótrúlega nálægt því að fara í gegnum heilt tímabil án taps í þremur mismunandi keppnum.

„Þetta tímabil hefur farið framúr öllum væntingum. Ég er á mínu fyrsta ári sem þjálfari og það hefur gengið frekar vel. Það er frábært að afreka þetta með félagi eins og Leverkusen.

„Strákarnir hafa verið ótrúlegir en stundum þá tapar maður í fótbolta. Andstæðingarnir okkar áttu þetta skilið og við munum reyna aftur á laugardaginn."

Athugasemdir
banner
banner
banner