Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júní 2021 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leikmenn FH eiga stóran þátt í því að Logi sé farinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Logi Ólafsson var í gær látinn fara sem þjálfari FH eftir lélegt gengi liðsins að undanförnu. FH hafði einungis náð í eitt stig úr fimm síðustu leikjum sínum og kornið sem fyllti mælinn var 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á sunnudag. Ólafur Jóhannesson tók við þjálfun liðsins í gær.

Logi ræddi við Fótbolta.net í gær og má nálgast viðtalið hér að neðan:
Logi Ólafs: Vonandi hringir enginn

Brottreksturinn var til umræðu í Innkastinu sem tekið var upp í gærkvöldi. Þeir Elvar Geir Magnússon, Ingólfur Sigurðsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu málið.

Þetta var algjörlega dautt og grafið
„Gengið hefur verið slæmt, spilamennskan vond og það var alveg vitað að sætið hans var heitt. Það fóru engar hökur í gólf með það," sagði Elvar.

„FH-ingar eru og líta á sig sem stórveldi, eiga að vera þarna uppi að keppa við hin liðin. Þetta var nokkuð eðlilegt og mér fannst Logi koma mjög vel út úr viðtalinu á .net. Hann var auðmjúkur og kom þessu virkilega frá sér. Sagði að svona væri raunveruleikinn í fótboltanum og var ekki í neinni nauðvörn," sagði Ingó.

„Hann var ekki að kasta skít í félagið eða neitt slíkt. Síðan kannski eru menn ekki alveg jafn ánægðir með viðskilnaðinn í tveggja manna tali en það skiptir engu máli. Hann kom bara vel út úr þessu viðtali en það þurfti að láta manninn fara, þetta var algjörlega dautt og grafið," sagði Tómas.

Eiga stóran þátt í því að Logi sé farinn
„Hann var alltaf að hjakkast í sama farinu, ekkert að ganga upp en hans traust og von var að hlutirnir myndu smella," sagði Elvar.

„Það var eitt í viðtalinu, þegar hann segir: ‘Maður á það til að velja besta liðið’. Hann valdi alltaf besta liðið á pappírunum. En þegar þetta var komið í eitt stig úr þremur leikjum og spilamennskan ekki góð. Það var enginn að biðja um Baldur Loga, Loga Hrafn, Vuk og Oliver inn í liðið, en eigum við að byrja á einum?" sagði Tómas.

„Logi hefur alltaf verið mjög íhaldssamur í liðsvali og treystir sínu byrjunarliði. Það getur verið tvíeggja sverð að vera alltaf með sömu kallana inn á," sagði Ingó.

„Fyrst þú minnist á það, hann er alltaf að sýna þeim traust þrátt fyrir tapleiki og leiki sem liðið gat ekki neitt í. Þessir leikmenn byrja samt alltaf, fá traustið, eiga þeir þá ekki að sýna Loga eitthvað? Áttu ekki að þakka honum fyrir þetta traust og geta eitthvað? Auðvitað er hann höfuðið á snáknum og það þarf að skera það af, þú rekur ekki alla leikmennina, það segir sig sjálft. Leikmenn FH eiga stóran þátt í því að Logi sé farinn," sagði Tómas.

„Það er neikvæð ára yfir FH liðinu. Stuðningsmenn liðsins voru farnir að tala um að það væri eins og leikmönnum væri sama þrátt fyrir að það var verið að slátra þeim. Þá er staðan orðin ansi slæm," sagði Elvar.

Næsti leikur FH er gegn Njarðvík í Mjólkurbikarnum á morgun. Hlusta má á umræðuna um FH í spilaranum að neðan og hefst hún eftir um tíu mínútur af þættinum.
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Athugasemdir
banner
banner
banner