Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er risastórt en þetta kemur mér ekkert á óvart"
Glódís Perla og Karólína Lea.
Glódís Perla og Karólína Lea.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eins og vel hefur verið fjallað þá er Glódís Perla Viggósdóttir orðin fyrirliði þýska stórveldisins Bayern München.

Glódís, sem er einnig fyrirliði íslenska landsliðsins, kom til Bayern frá Rosengård í Svíþjóð sumarið 2021. Hún hefur verið einn besti varnarmaður þýsku úrvalsdeildarinnar frá því hún kom til félagsins.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er einnig samningsbundin Bayern en er á láni hjá Bayer Leverkusen, er gríðarlega ánægð fyrir hönd vinkonu sinnar.

„Þetta er risastórt en þetta kemur mér ekkert á óvart," sagði Karólína í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Ég er svo stolt af henni. Þetta átti alltaf að gerast. Hún er þessi fyrirliðatýpa. Hún er '95 módel og er fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins. Þetta verður mjög skemmtilegt að sjá."

Karólína segist alveg hafa séð þetta fyrir, að Glódís fengi fyrirliðabandið hjá Bayern.

„Já, og er í mjög góðu sambandi við þjálfarann líka þannig að þetta kom mér ekki á óvart. Hún er þessi týpa og mikill leiðtogi."

Karólína og Glódís eru bæði hluti af íslenska landsliðinu sem spilar við Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld.
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner