Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sænska liðið vann stórsigur á Lettum - Úrslitaleikur á þriðjudag
Icelandair
Úr fyrri leik Íslands og Svíþjóðar.
Úr fyrri leik Íslands og Svíþjóðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svíþjóð 7 - 0 Lettland
1-0 L. Hurtig ('2)
2-0 A. Anvegard ('10)
3-0 O. Schough ('13)
4-0 M. Eriksson ('27)
5-0 P. Hammarlund ('45)
6-0 P. Hammarlund ('54)
7-0 F. Curmark ('86)

Svíþjóð og Lettland mættust í Svíþjóð í kvöld í undankeppni fyrir EM kvenna. Leikurinn var sjötti leikur sænska liðsins og sjöundi leikur þess lettneska.

Svíþjóð og Ísland eru efstu lið riðilsins og eftir leikinn í kvöld leiðir Svíþjóð riðilinn með þremur stigum. Sænska liðið hefur þá skorað ellefu mörkum meira en það íslenska og bæði lið hafa einungis fengið á sig tvö mörk.

Ísland mætir Svíþjóð á Gamla Ullevi næsta þriðjudag og þarf væntanlega á sigri að halda til að eiga möguleika á toppsætinu. Toppsætið gefur farseðil í lokakeppnina en auk þess er hægt að komast beint í keppnina með því að vera eitt af stigahæstu liðunum í 2. sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner