Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. nóvember 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pedri sló met þegar hann var kjörinn Gulldrengur Evrópu
Mynd: Getty Images
Pedri, miðjumaður Barcelona, varð í dag útnefndur besti ungi leikmaður af þeim sem spila í Evrópu. Pedri er fyrsti leikmaður Barcelona til að fá verðlaunin síðan Lionel Messi fékk þau á sínum tíma.

Pedri er átján ára gamall og völdu 24 af 40 blaðamönnum hann bestan og 36 af þeim voru með hann í einu af efstu þremur sætunum.

Pedri lék 73 leiki með Barcelona og Spáni á síðasta tímabili og fékk 318 stig alls í kjörinu. Jude Bellingham varð í öðru sæti með 119 stig. Aldrei hefur leikmaður unnið verðlaunin með meiri yfirburðum.

Til að geta unnið verðlaunin þarf leikmaðurinn að vera 21 árs eða yngri og spila í Evrópu.

Erling Haaland, Joao Felix, Anthony Martial, Paul Pogba, Kylian Mbappe og Raheem Sterling eru á meðal þeirra sem hafa unnið verðlaunin á síðustu árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner