Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. nóvember 2022 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Lewandowski hefur enn ekki skorað HM mark
Markalaust hjá Mexíkó og Póllandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Mexíkó 0 - 0 Pólland


Mexíkó og Pólland áttust við í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í dag og úr varð spennandi viðureign.

Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur þar sem Mexíkóar stjórnuðu spilinu og komust nálægt því að skora en inn vildi boltinn ekki.

Mexíkó var áfram með yfirhöndina í síðari hálfleik þó leikurinn hafi aðeins jafnast út og fengu Pólverjar kjörið tækifæri til að taka forystuna þegar Robert Lewandowski fékk dæmda vítaspyrnu.

Lewandowski fór sjálfur á vítapunktinn en lét Guillermo Ochoa verja frá sér. Honum tókst því ekki að skora sitt fyrsta HM mark á ferlinum.

Bæði lið fengu fín færi til að sigra leikinn en boltinn rataði ekki í netið. Wojciech Szczesny átti flottan leik í markinu hjá Pólverjum.

Mexíkó og Pólland eru því bæði með 1 stig. Sádí-Arabía er með 3 stig og Argentína 0.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner