banner
   fim 23. janúar 2020 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon vann ensk félög í kappinu um Kadewere (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Lyon heldur áfram að bæta við sig framherjum og er búið að festa kaup á Tino Kadewere, markahæsta leikmanni fyrri hluta tímabilsins í frönsku B-deildinni.

Kadewere er kominn með 18 mörk í 20 leikjum fyrir Le Havre en þar áður lék hann fyrir Djurgården í Svíþjóð. Hann er nýorðinn 24 ára gamall og á 14 A-landsleiki að baki fyrir Simbabve.

Lyon greiðir 15 milljónir evra fyrir Kadewere og vann ensk úrvalsdeildarfélög í kappinu um hann. Tottenham, Newcastle, Aston Villa og Norwich voru öll orðuð við sóknarmanninn.

Lyon er án Memphis Depay vegna meiðsla og var að fá Karl Toko Ekambi til liðs við sig frá Villarreal fyrr í vikunni.

Kadewere mun þó ekki leika með liðinu fyrr en eftir sumarið því hann verður hjá Le Havre að láni út leiktíðina.
Athugasemdir
banner