mán 23. janúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Jhon Duran orðinn leikmaður Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Jhon Duran, 19 ára kólumbískur sóknarleikmaður, er formlega orðinn leikmaður Aston Villa en hann kemur frá Chicago Fire í bandarísku MLS-deildinni.

„Duran er spennandi og hæfileikaríkur ungur leikmaður sem hefur spilað fyrir A-landslið Kólumbíu," segir í tilkynningu Aston Villa.

Duran lék með Envigado í heimalandi sínu áður en hann gekk í raðir Chicago Fire í janúar fyrir ári síðan.

Duran skoraði átta mörk og lagði upp sex í 28 leikjum fyrir Chicago. Hann á þrjá landsleiki fyrir Kólumbíu en í öllum hefur hann komið inn sem varamaður.

Villa fékk sjálfan Juan Pablo Angel, fyrrum leikmann félagsins, til að senda Duran kveðju eins og sjá má í skemmtilegu myndbandi hér að neðan.

Villa er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner