
Ísland er 3-0 undir gegn Bosníu og Herzegóvínu í undankeppni Evrópumótsins en þriðja markið virkaði allt of einfalt fyrir heimamenn.
Amar Dedic, sem átti þátt í fyrstu tveimur mörkunum, gerði síðan þriðja marki í síðari hálfleiknum.
Hann var með boltann fyrir utan vítateiginn, tók skæri fyrir framan Jón Dag Þorsteinsson án þess að vera áreittur. Dedic missti boltann aðeins frá sér en það skipti engu. Hann snéri sér við keyrði í átt að teignum og skoraði með skoti fyrir utan teig.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Hahahahaha hann týnir boltanum í smá stund, fær svo að rykkja inn í völlinn á vinstri fótinn og hamrar hann.
— Rikki G (@RikkiGje) March 23, 2023
Letileg pressa Hákons og Jóns Dags. Það er verið að hægelda okkur í Bosníu
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) March 23, 2023
Athugasemdir