Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 23. apríl 2024 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ítalía í dag - Gamla konan í bílstjórasætinu
Í kvöld fer fram seinni leikur Lazio og Juventus í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar, Coppa Italia.

Gamla konan, eins og Juventus er kallað, er í bílstjórasætinu eftir að hafa unnið heimaleikinn 2-0 með mörkum Federico Chiesa og Dusan Vlahovic.

Annað kvöld mætast svo Atalanta og Fiorentina í hinu undanúrslitaeinvíginu. Þar vann Fiorentina fyrri leikinn í Flórens 1-0 með marki Rolando Mandragora.

Undanúrslit - Í kvöld
19:00 Lazio - Juventus (0-2)

Undanúrslit - Miðvikudagskvöld
19:00 Atalanta - Fiorentina (0-1)

Athugasemdir
banner
banner
banner